20.9.2002 0:00

Föstudagur 20.9.2002

Klukkan 11.00 var ég með viðtalstíma eins og venjulega á föstudögum, þegar ég er í Reykjavík. Viðtölin hef ég í skrifstofu minni á vegum alþingis og er auðveldast að panta tíma með því að hringja í Rakel í síma 563 0500. Klukkan 16.00 var ég í umræðuþætti á útvarpi Sögu hjá Hallgrími Thorsteinssyni og ræddi fréttir líðandi viku við Katrínu Júlíusdóttur og Pál Kr. Pálsson.