Föstudagur 14.9.2001
Klukkan 11.30 rituðum við Geir H. Haarde fjármálaráðherra undir samning við Jón Ásbergsson, stjórnarformann Íslensku óperunnar, um stuðning við hana næstu 5 árin. Klukkan 13.30 flutti ég ávarp við upphaf 15 ára afmælisþings Stofnunar Sigurðar Nordals. Klukkan 20.00 sat ég með öðrum ráðherrum Sjálfstæðisflokksins fyrir svörum á SUS-þingi í félagsheimilinu á Seltjarnanesi.