5.1.2001 0:00

Föstudagur 5.1.2001

Klukkan 16.30 var athöfn í Höfða til að ljúka menningarborgarverkefninu með formlegum hætti og því til staðfestingar rituðum við Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri undir samkomulag um Menningarborgarsjóð, sem starfa mun í tengslum við Listahátíð í Reykjavík. Klukkan 17.00 var ég í húsi Háskóla Íslands, Odda, þar sem var að ljúka ráðstefnu lækna og fleiri um rannsóknir. Kom það í minn hlut að slíta henni og veita ungum vísindamanni, Haavard Jakobsen verðlaun.