15.12.2000 0:00

Föstudagur 15.12.2000

Ríkisstjórnin hittist eins og venjulega kl. 9.30 en klukkan 10.30 voru atkvæðagreiðslur í alþingi. Það lá í loftinu að ríkisstjórnin þyrfti að hittast aftur vegna þess að beðið var forúrskurðar Samkeppnisráðs vegna samruna Landsbanka og Útvegsbanka. Var fundurinn klukkan 14.00 og þá kom í ljós, að ráðið hafnaði samrunanum. Alþingi kom saman til fundar klukkan 16.00 og ræddi þennan úrskurð í klukkustund.