1.12.2000 0:00

Föstudagur 1.12.2000

Klukkan 13.00 tók ég þátt í fullveldishátíð stúdenta við Háskóla Íslands og var þátttakandi í tveimur pallborðsumræðum, annars vegar um menntamál og hins vegar um menningarmál. Síðdegis fór ég í JL-húsið við Hringbraut, þar sem Myndlistarskólinn í Reykjavík, Alliance Française og Reykjavíkurakademían höfðu opið hús. Þá fórum við Rut í Gerðarsafn þar sem Búnaðarbankinn var að opna þriðju myndlistarsýninguna í tilefni af 70 ára afmæli sínu, Fullveldi, með listaverkum ungs fólks.