28.4.2000 0:00

Föstudagur 28.4.2000

Klukkan 8.00 var haldið af stað til Smithsonian til þátttöku í ráðstefnu sérfræðinga um víkingasöguna. Við upphaf hennar flutti ég ávarp. Klukkan 13.00 hófst hádegisverðarboð forsetahjónanna í Hvíta húsinu. Klukkan 17.30 var frumsýning á sjónvarpsmynd um víkingaferðirnar og Leif Eiríksson eftir Valgeir Guðjónsson í bústað sendiherra Íslands.