31.3.2000 0:00

Föstudagur 31.3.2000

Flugum um hádegisbilið til Vestmannaeyja eftir fundi með nemendum og kennurum í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum, skoðuðum við Rannsóknasetur Háskóla Íslands og síðan flutti ég ræðu um mennta- og menningarmál í stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins. Klukkan 19.45 var ég mættur í Valsheimilið, þar sem lokakeppni Gettu betur fór fram og afhenti ég sigurvegaranum liði MR farandbikarinn Hljóðnemann, en liðið vann keppni við MH og fékk MR nú bikarinn í áttunda sinn.