24.3.2000 0:00

Föstudagur 24.3.2000

Klukkan 14. setti ég ráðstefnu í Iðnó til kynningar á Leonardó da Vinci II áætluninni. Klukkan 16.30 flaug ég til Akureyrar með Íslandsflugi en tæplega klukkutíma seinkun var á fluginu. Íþróttaþing átti að hefjast klukkan fimm en klukkan var 17.30 þegar ég náði þangað ásamt með Guðjóni Guðmundssyni, formanni Íþróttanefndar ríkisins. Var Ellert B. Schram að flytja ræðu sína, þegar við gengum í salinn. Flugum síðan aftur til baka klukkan 20.00