3.3.2000 0:00

Föstudagur 3.3.2000

Klukkan 10.00 fórum við í Menntaskólann við Hamrahlíð og efndum þar til funda með nemendum og kennurum. Klukkan 13.00 setti ég UT2000 með ávarpi. Klukkan 16.00 opnaði ég málverkasýningu á vegum Ævintýraklúbbsins í Nýkaupum í Kringlunni en þar sýna þroskaheftir í klúbbnum 36 myndir sínar, þeir sungu einnig og dönsuðu við mikinn fögnuð áhorfenda.