25.1.2000 0:00

Föstudagur 25.1.2000

Klukkan 9.00 fórum við í Háskólann í Manitoba og skoðuðum íslenska bókasafnið en klukkan 10.30 var efnt þar til hátíðlegrar athafnar, þar sem við Hörður afhentum gjafir til styrktar íslenskunámi við skólann. Siðan fórum við í skoðunarferð um skólann og heimsóttum einstakar deildir. Hittum hóp Íslendinga síðdegis á heimili Svavars og Guðrúnar ræðismannshjóna.