4.2.2000 0:00

Föstudagur 4.2.2000

Klukkan 12.00 vorum við á fundi með nemendum í Fjölbrautaskólanum við Ármúla og síðan kennurum skólans. Klukkan 16.00 fór ég í Menntaskólann við Sund þar sem hugbúnaðarfyrirtækið Snerpa á Ísafirði og rússneskur samstarfsaðili gáfu öllu íslenska skólakerfinu AVP veiruvörn. Klukkan 20.00 fórum við Rut í Íslensku óperuna og sáum óperuna Lúkretía svívirt eftir Benjamin Britten og hefur hún verðskuldað hlotið mjög góða dóma. Sunnudagur 6. febrúar Klukkan 15.00 hélt Félag íslenskra leikskólakennara upp á 50 ára afmæli sitt og var ég meðal þeirra, sem þar töluðu.