19.3.2000 0:00

Föstudagur 19.3.2000

Klukkan 14.30 fór ég í hús Rauða kross Íslands og tók þar á móti fyrsta eintaki af bók eftir Öddu Steinu Björnsdóttur, sem verður dreift í 4. bekk allra grunnskóla í landinu og Rauði krossinn gefur út í samvinnu við Æskuna. Markmið bókarinnar er að vekja unga fólkið til umhugsunar um fólk af ólíkum kynþáttum og er útgáfa hennar tengd alþjóðadegi gegn kynþáttamisrétti, sem er 21. mars.