26.3.1999 0:00

Föstudagur 26.3.1999

Klukkan 14.00 setti ég ráðstefnu um almenningsbókasöfn í Þjóðarbókhlöðunni. Klukkans 15.00 var efnt til blaðamannafundar í menntamálaráðuneytinu til að kynna nýja námskrá fyrir grunnskólann. Klukkan 16.30 var ég fundarstjóri á aðalfundi SPRON. Klukkan 21.00 vorum við Rut komin í Valsheimilið til að vera við úrslitakeppnina í Gettu betur í beinni útsendingu sjónvarpsins og síðan kom það í minn hlut að afhenda sigurvegurunum úr MR verðlaun sín.