16.4.1999 0:00

Föstudagur 16.4.1999

Eftir hádegi hélt ég flugleiðis til Akureyrar og fórum við Tómas Ingi Olrich, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra, í hinn glæsilega Myndlistarskóla á Akureyri og hittum kennara og nemendur. Þaðan fórum við síðan að Sólborgu og hittum rektor Háskólans á Akureyri, samstarfsmenn hans og nemendur, sem voru við vinnu á bókasafninu. Klukkan 17.00 var efnt til fundar um menntamál á vegum sjálfstæðismanna á Akureyri í kosningamiðstöð þeirra. Var hann vel sóttur og urðu miklar og góðar umræður.