30.4.1999 0:00

Föstudagur 30.4.1999

Fór með tveimur meðframbjóðendum mínum Katrínu Fjeldsted og Soffíu Kristínu Þórðardóttur í heimsókn í fyrirtæki í Sundaborg. Um hádegið var fundur á með starfsmönnum Stöðvar 2. Þaðan fór ég á Hótel Sögu og setti ráðstefnu um menntunarmál og fiskvinnslu. Klukkan 17.30 tók ég þátt í að opna sýningu í Perlunni á menntunarleiðum í tölvu- og upplýsingatækni.