7.5.1999 0:00

Föstudagur 7.5.1999

Klukkan 10 var ég í Hveragerði og setti vorráðstefnu Nýherja hf. á Hótel Örk. Klukkans 11.30 var ég í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og ritaði undir samning um að hann tæki að sér í tilraunaskyni að bjóða nám á nýrri bóknámsbraut í upplýsinga- og tæknimennt. Klukkan 12.00 var ég á kosningafundi í Landsvirkjun. Síðdegis fór í Kringluna til að boða sjálfsstæðisstefnuna.