14.5.1999 0:00

Föstudagur 14.5.1999

Síðdegis efndi Fulbright-stofnunin til samkvæmis með íslenskum og bandarískum styrkþegum sínum. Undanfarin ár höfum við Íslendingar aukið framlag okkar til stofnunarinnar og þar með gert fleirum en áður kleift að stunda nám í Bandaríkjunum fyrir utan að festa Fulbright-stofnunina í sessi hér á landi. Er gleðilegt að fylgjast með því, hve góðir háskólar í Bandaríkjunum sækjast eftir að fá íslensku umsækjendurna. Þá sýnir árangur Íslendinga í hinum samræmdu prófum, sem umsækjendur um vist í bandarískum háskólum þurfa að taka, að almennt standa þeir vel að vígi í þeirri hörðu, alþjóðlegu samkeppni. Um kvöldið bauð ég Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni með mér á frumsýningu á sönleiknum Rent, sem Þjóðleikhúsið sýnir í Loftkastalanum undir leikstjórn Baltasar Kormáks.