Föstudagur 6.8.1999
Fyrir hádegi hitti ég Georg Metakides, sem fer með upplýsingatæknimál innan framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Hefur hann mikinn áhuga á því, hvernig við nýtum hina nýju tækni hér á landi, ekki síst í skólakerfinu. Vill hann gjarnan efla samstarf við okkur á þessum sviðum.