Föstudagur 20.8.1999
Dr. Henning Scherf, forsætisráðherra í Bremen, minnsta sambandslandi Þýskalands, kom í heimsókn til mín fyrir hádegi. Hann er sá þýskur stjórnmálamaður, sem lengst hefur setið samfellt í ríksstjórn. Var skemmtilegt að kynnast þessum manni, sem er hér og býr á Hjálpræðishernum með félögum sínum, en þeir ætla að sigla síðasta áfanga á heimssiglingu skútu frá Bremen, sem kemur hingað frá Halifax og verður þá skipt um áhöfn. Síðdegis flaug ég til Vestmannaeyja á SUS-þingið og tók síðasta áætlunarflug til baka um kvöldið.