Föstudagur 27.8.1999
Klukkan 11.00 flaug ég til Akureyrar, þar beið mín bíll og ókum við til Siglufjarðar þar sem ég flutti ræðu á fundi SSNV og svaraði fyrirspurnum. Síðan hélt ég aftur til Akureyrar og flaug þaðan klukkan 18.10 og var kominn heim um kvöldmatarleytið. Klukkan 20.30 hófst Kvikmyndahátíð í Reykjavík og kom það í minn hlut að setja hana með ræðu. Síðan var sýnd bráðskemmtileg mynd um líf meðal Sígauna á Balkanskaga eftir Emír Kusturica.