Föstudagur 4.9.1999
Síðdegis fórum við Árni Johnsen alþingismaður saman á hina miklu sjávarútvegssýningu í Kópavogi, þar sem þúsundir manna fræddust um hið nýjast í tækni og hátækni við sjósókn. Síðan fórum við í Gerðarsafn, þar sem sýning á textílverkum var að hefjast í tilefni af 25 ára afmæli félags textíllistamanna. Um kvöldið kom það í minn hlut að setja hátíð á Broadway til að hylla íslenska dægurtónlist 20. aldarinnar. Var glæsilega að öllu staðið af Ólafi Laufdal, Agli Eðvarðssyni og Gunnari Þórðarsyni. Miðað við hve stemmning var mikil og góð þetta fyrsta kvöld hátíðarinnar er þess að vænta, að hún verði vinsæl.