Föstudagur 2.1.1998
Klukkan 15.00 hófst athöfn í húsi Kennaraháskóla Íslands í tilefni af gildistöku laganna um hinn nýja Kennaraháskóla. Eftir ræður mína, Þóris Ólafssonar rektors og Hauks Ingibergssonar, formanns verkefnisstjórnar vegna sameiningar skólanna, buðum við Rut öllum viðstöddum til móttöku í húsakynnum skólans.