6.2.1998 0:00

Föstudagur 6.2.1998

Klukkan 20 fórum við í Íslensku óperuna og horfðum á Ástardrykkinn. Fréttnæmt þótti, að ítalski tenórinn var með hálsbólgu og varð að lengja hléð um helming meðan farið var með hann á sjúkarhús til rannsókna, söng hann þó verkið á enda Jóni Ásgeirssyni gagnrýnanda Morgunblaðsins til lítillar gleði eins og sjá má í blaðinu í dag. Sýningin var lífleg og skemmtileg.