6.3.1998 0:00

Föstudagur 6.3.1998

Klukkan 12.00 athöfn í þjóðarbókhlöðunni við upphaf Framadaga námsmanna, þar sem ég flutti stutt ávarp. Klukkan 14.00 flogið til Hafnar í Hornafirði, þar sem Egill Jónsson alþingismaður tók á móti mér. Við fórum síðan í grunnskólann, þar sem ég ræddi um skólamál við forystumenn sveitarfélagsins og skólamenn. Síðan ókum við Egill til Djúpavogs, þar var fundur í Löngubúð um kvöldið, þar sem ég skyrði hina nyju skólastefnu og tók þátt í líflegum umræðum. Var sérstaklega ánægjulegt að koma til Djúpavogs og ekki síst að sjá, hve vel hefur tekist til við að endurreisa Löngubúð.