27.3.1998 0:00

Föstudagur 27.3.1998

Þessi dagur fór verulega úr skorðum, ef svo má orða það, vegna afgreiðslu laganna til lausnar sjómannadeilunni á þingi. Vegna atkvæðagreiðslu aflýsti ég bæði þátttöku minni í aðalfundi Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis og för minni í Þjóðleikhúsið til að horfa á frumsýningu á nýju leikriti eftir Birgi Sigurðsson. Klukkan 14.30 efndi ég til blaðamannafundar til að kynna úttekt á kennaramenntastofnunum þremur, Kennraháskóla Íslands, Háskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri.