29.5.1998 0:00

Föstudagur 29.5.1998

Síðdegis fór ég upp á Akranes og ritaði þar undir skólasamning milli ráðuneytisins og Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi (FVA) og einnig samning við sveitarfélaög um nýbyggingu við skólann. Var þetta liður í skólaslitaathöfn skólans og ávarpaði ég samkomuna. Við fengum leyfi til að aka í gegnum göngin undir Hvalfjörð. Eru göngin ótrúlega mikil samgöngubót og líklega ógjörningur að gera sér ljóst, hvaða áhrif þau hafa, þegar fram líða stundir.