3.7.1998 0:00

Föstudagur 3.7.1998

Klukkan 10 hófst setningarhátíð Ólympíuleikanna í eðlisfræði í Háskólabíói og setti ég leikana með ræðu. Við Bjarni Benedikt sonur minn höfðum ákveðið að fara saman á frumsýningu á Grease í Borgarleikhúsinu um kvöldið og skemmtum okkur hið besta. Þennan morgun barst svar til ráðuneytisins frá Microsoft, sem lofar góðu um vilja þess til að íslenska hugbúnað sinn. Sendi ráðuneytið frá sér fréttatilkynningu um málið og komu margir fjölmiðlamenn til mín síðdegis.