24.7.1998 0:00

Föstudagur 24.7.1998

Klukkan 15.00 fór ég til Hafnarfjarðar og tók þar þátt í því með Geir H. Haarde fjármálaráðherra og Magnúsi Gunnarssyni bæjarstjóra að rita undir fyrsta samninginn um einkaframkvæmd í skólamálum og raunar fyrsta samning þessarar gerðar. Hann felst í því, að samið verður við einkaaðila að hanna, fjármagna, reisa og reka nýtt húsnæði fyrir Iðnskólann í Hafnarfirði, einnig tekur þessi sami aðili að sér að reka mötuneyti og tölvukerfi skólans, sjá um ræstingu og öryggisgæslu.