16.10.1998 0:00

Föstudagur 16.10.1998

Klukkan 9 fór ég í Valhöll þar sem var að hejast ráðstefna á vegum Sambands ungra sjálfstæðismanna og bandarískrar stofnunar CSEI um internetið og alþjóðaumhverfið. Kom það í minn hlut að setja ráðstefnuna með ávarpi. Klukkan 17.00 fór ég í nýtt Goethe-Zentrum, sem opnað var við Lindargötu í Reykjavík. Var þar margt manna til að fagna því að menningartengsl Íslands og Þýskalands væru efld með þessari miðstöð.