Föstudagur 11.12.1998
Klukkan 12.00 var ég í Ölduselsskóla í Breiðholti og tók þar við nýju starfrænu kennsluforriti í ensku, sem Námsgagnastofnun stendur að með öðrum. Er þetta einstakt forrit og hlýtur að auðvelda mörgum að læra ensku. Eftir hádegið var 2. umræða um fjárlögin. Klukkan 20. 00 fórum við á tónleika Mótettukórsins og Gunnars Guðbjörnssonar í Hallgrímskirkju.