3.1.1997 0:00

Föstudagur 3.1.1997

Síðdegis föstudaginn 3. janúar komu rektorar Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri og Kennaraháskóla Íslands til fundar við mig að eigin ósk. Ég hef ekki sagt frá slíkum fundum í ráðuneytinu hér í þessum pistlum, enda lít ég jafnan þannig á, að vangaveltur af því tagi geti dregið úr þeim trúnaði, sem ríkja verður í samskiptum manna. Að þessu sinni fór ekki á milli mála, að fjölmiðlum hafði verið greint frá fundinum fyrirfram án minnar vitundar og kom mér athygli þeirra því í opna skjöldu, þar sem þetta er í eina skiptið á ráðherraferli mínum, sem til þessa hefur komið.