Föstudagur 24.1.1997
Föstudaginn 24. janúar klukkan 14.00 var ég í Fræðslumiðstöð bílgreina í Borgarholtsskóla og tók þar þátt í hátíðlegri athöfn vegna þess, að Toyota í Japan og P. Samúelsson hf. umboðsmaður Toyota á Íslandi gáfu tæki fyrir 15 milljónir króna til fræðslumiðstöðvarinnar. Var síðan boðið til glæsilegrar veislu í kennslusalnum. Er mjög ánægjulegt, hve umboðsmenn bifreiða hafa sýnt mikinn áhuga á því að búa fræðslumiðstöðina sem best tækjum.