21.2.1997 0:00

Föstudagur 21.2.1997

Klukkan 14. föstudaginn 21. febrúar var ég í Tæknivali í tilefni þess, að þar var verið að kynna fyrstu PC-tölvuna með notendaviðmóti á íslensku er komin á markaðinn. Er þetta Packard Bell heimilistölva og verð ég sem Mac-notandi að segja, að ég varð undrandi á því, hve viðmót tölvunnar og búnaður allur var glæsilegur. Að kvöldi föstudagsins efndu forsetahjónin til kvöldverðarboðs á Bessastöðum fyrir ríkisstjórn og sendiherra erlendra ríkja, sem búsettir eru í Reykjavík. Þar klæðast konur síðum kjólum og karlar kjólfötum og þeir bera heiðursmerki, sem þau hafa hlotið.