Föstudagur 11.4.1997
Föstudaginn 11. apríl klukkan 11 f.h. var fyrrnefndur blaðamannafundur í ráðuneytinu um úttekt á háskólanámi í viðskipta- og rekstrargreinum. Eftir hádegið flugum við Rut síðan norður á Akureyri, þar sem égf fór í Verkmenntaskólann og ræddi við forráðamenn hans um skipstjórnarnám á Dalvík, en daginn áður hitti ég forystumenn í skólunum í Vestmannaeyjum vegna þessa náms þar. Að kvöldi föstudagsins fórum við síðan á frumsýningu Leikfélags Akureyrar á leikgerð Vefarans mikla frá Kasmír í Renniverkstæðinu. Þótti okkur takast með ágætum að framkvæma þetta mikla verkefni.