2.5.1997 0:00

Föstudagur 2.5.1997

Síðdegis föstudaginn 2. maí kom svonefnd stefnumótunarnefnd vegna námskrárgerðar á minn fund og gerði mér grein fyrir störfum sínum. Sigríður Anna Þórðardóttir alþingismaður er formaður nefndarinnar, sem skipuð er fulltrúum allra stjórnmálaflokka, og ég stofnaði í því skyni að veita ráðgjöf um pólitísk álitaefni vegna námskrárvinnu fyrir grunn- og framhaldsskóla. Nefndin var samhljóða í afstöðu sinni og hefur nú lokið þessum þætti starfs síns með miklum ágætum.