26.9.1997 0:00

Föstudagur 26.9.1997

Síðdegis flaug ég til Egilsstaða og hélt þaðan að Hallormsstað, þar sem ég flutti ávarp á ársfundi Fámennra skóla, en í þeim samtökum eru fulltrúar þeirra skóla, þar sem fleiri en einum árgangi er kennt saman. Eftir ávarpið svaraði ég fyrirspurnum. Sneri ég til baka með kvöldvélinni.