Föstudagur 19.9.1997
Klukkan 9 flutti ég setningarávarp á norrænni ráðstefnu um búsetulandslag í Norræna húsinu, sem það stóð að ásamt Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. Sídegis fór ég upp í Munaðarnes og flutti ræðu og svaraði fyrirspurnum á landsfundi Félags framhaldsskólanema. Var það í þriðja sinn, sem ég sótti slíkan fund og er að mínu mati ómetanlegt að fá þannig tækifæri til að ræða við fulltrúa framhaldsskólanema af öllu landinu. Um kvöldið fórum við á frumsýningu á Þremur systrum í Þjóðleikhúsinu.