17.10.1997 0:00

Föstudagur 17.10.1997

Klukkan 9 flutti ég ræðu við upphaf málþings sem menntamálaráðuneytið boðaði til um samstarf heimilis og skóla.Var þetta fyrsta málþing um þetta efni og vonandi leggur það grunn að nánara samstarfi heimila og skóla. Allar rannsóknir sýna, að hlutur foreldra við menntun barna sinna skiptir miklu máli. Ég hef verulegar áhyggjur af því, hve umræður um skólamál verða oft neikvæðar og straumarnir eru of mikið á þann veg. Er ég sannfærður um að nánari tengsl skólanna við foreldra og forráðamenn barna styrki stöðu skólanna sem stofnana. Klukkan þrjú flutti ég ræðu á afmælisráðstefnu SÁÁ um hlutverk ríkisins í forvörnum og meðferð. Síðan lá leiðin í álverið í Straumsvík, þar sem hin nýi hluti þess var formlega tekinn í notkun. Þótt skömm sé frá að segja, hafði ég aldrei áður komið inn á athafnasvæði álversins. Var einstaklega glæsilega og með skipulegum hætti staðið að þessari athöfn allri.