Föstudagur 28.11.1997
Um hádegisbilið flugum við Ásdís Halla og Árni Johnsen með Flugfélagi Íslands til Vestmannaeyja. Var tvísýnt um, hvort veður leyfði ferðina. Í Eyjum heimsóttum við Framhaldsskólann, grunnskólana og Listaskólann auk þess sem efnt var til almenns fundar um mennta- og menningarmál. Fórum við síðan með vél frá Flugfélagi Vestmannaeyja til Selfoss og vorum komin heim um níuleytið