8.3.1996 0:00

Föstudagur 8.3.1996

Í hádegi föstudaginn 8. mars kom í minn hlut að opna Framadaga í Þjóðarbókhlöðunni með rektor Háskóla Íslands. Það er Aisec, félag viðskiptafræðinema við HÍ, sem stendur fyrir þessum dögum til að efla tengsl nemenda og fyrirtækja. Voru um 40 fyrirtæki með kynningar í Þjóðarbókhlöðunni og er framtakið enn til marks um dugnað nemenda. Síðdegis föstudaginn fór ég síðan í Borgarnes til að ræða um flutning grunnskólans við fulltrúa sveitarfélaganna.