30.8.1996 0:00

Föstudagur 30.8.1996

Föstudaginn 30. ágúst klukkan 15.00 var athöfn í Borgarholtsskóla, þegar nýbyggingar hans voru formlega afhentar skólameistara hans. Klukkan 17.00 var opnaður leikskóli í nýjum garði við Háskóla Íslands. Þaðan héldum við beint út á Reykjavíkurflugvöll í afmæli Landhelgisgæslunnar og um kvöldið vorum við síðan á frumsýningu á Hinum kúnum í Kaffileikhúsinu.