13.8.1996 0:00

Föstudagur 13.8.1996

Menningarlífið er að fara af stað að nýju, þótt lítið hlé hafi raunar orðið yfir sumarið. Föstudagskvöldið 13. september fórum við á frumsýningu á verki Árna Ibsens í Borgarleikhúsinu og kvöldið eftir á frumsýningu verks Karls Ágústs Úlfssonar á Litla sviði Þjóðleikhússins, sunnudagskvöldið 15. september lék Erling Blöndal Bengtson á sellóið sitt í Bústaðakirkju á vegum Kammermúsikklúbbsins og hóf hlustendur yfir stund og stað. Síðdegis föstudaginn 13. september flutti ég ræðu á Foreldraþingi Heimilis og skóla og klukkan 9 að morgni laugardagsins 14. september flutti ég ræðu við upphaf málþings á vegum Stofnunar Sigurðar Nordals , í tilefni 10 ára afmælis hennar, eftir hádegið fórum í stutta stund út í Viðey með sjálfstæðismönnum úr Reykjavík og síðan í afmælishóf Stofnunar Sigurðar Nordals , áður en farið var í leikhúsið.