15.11.1996 0:00

Föstudagur 15.11.1996

Eftir að hafa verið í Garðaskóla í hádeginu 15. nóvember, fór ég í jarðarför Guðmundar Arnlaugsssonar, fyrrverandi rektors Menntaskólans við Hamrahlíð. Síðdegis tók ég þátt í hófi með forráðamönnum Fræðslumiðstöðvar bíliðngreina, sem fagnaði þeim merka áfanga, að Borgarholtsskóli er tekin til starfa, en þar er fræðslumiðstöðin með starfsemi sína.