Föstudagur 6.12.1996
Síðdegis föstudaginn 6. desember heimsótti Daði Guðbjörnsson listmálari mig í ráðuneytið og fórum við um ganga þess og skoðuðum myndir Daða, sem þar hanga um nokkurra vikna skeið, en ég ætla beita mér fyrir því, að reglulega verði í ráðuneytinu sýndar myndir íslenskra listamanna. Er Daði hinn fyrsti, sem tekur þátt í þessu verkefni.