13.10.2000 0:00

Föstudagur 13.10.2000

Klukkan 14.00 var ég í Þjóðmenningarhúsinu og tók þátt í athöfn, sem var haldin í tilefni af því, að Gísli Sigurðsson, umsjónarmaður Lesbókar Morgunblaðsins, var sæmdur verðlaunum Móðurmálssjóðsins, sem var stofnaður í nafni Björns Jónssonar, ritstjóra Ísafoldar. Klukkan 15.30 tók ég þátt í pallborðsumræðum um fjölmenningarþjóðfélag á Íslandi á ráðstefnu, sem Reykjavíkurborg efndi til að Grand hotel. Kom mér á óvart, að Jón Björnsson, embættismaður hjá Reykjavíkurborg, hafði orð á því úr ræðustól að loknu pallborði, þegar hann var að búa sig undir ráðstefnuslit. að ekki hefði verið miklu lofað af þeim, sem við pallborðið sátu og var þetta greinilega sagt í vandlætingartón, án þess að okkur gestum hans á ráðstefnunni gæfist færi á að gera athugasemd. Man ég ekki eftir slíkri framgöngu af hálfu gestgjafa áður og vissi raunar ekki að á mig hefði verið kallað að borðinu til að gefa einhver loforð eða gangast undir skuldbindingar.