6.10.2000 0:00

Föstudagur 6.10.2000

Við Jóhanna María aðstoðarmaður minn flugum til Akureyrar klukkan 14.00 og var blíðviðri og 15 stiga hiti, þegar við lentum þar og hittum Þorstein Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, en með honum ókum við í Sólborg, þar sem ég opnaði formlega nýtt húsnæði skólans að viðstöddu margmenni. Um kvöldið tók ég þátt í málefnaþingi SUS á Akureyri og ræddi um Evrópumál.