16.6.2000 0:00

Föstudagur 16.6.2000

Klukkan 10.30 sótti ég fyrsta ársfund Háskóla Íslands í hátíðarsal skólans. Þessi fundur er nýmæli í samræmi við ný háskólalög og þar gefst tækifæri til að líta í senn yfir farinn veg og fram á við. Yfirlit yfir fjármál skólans sýnir, að hann fjárveitingar úr ríkissjóði hafa aukist jafnt og þétt síðustu ár. Klukkan 15.00 fór ég í Nýja garð og kynnti mér starfsemi Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands, sem hefur starfað í um það bil ár og er að móta sér sess innan skólans og í fræða- og rannsóknaheiminum.