19.9.2002 0:00

Fimmtudagur 19.9.2002

Klukkan 14.00 hófst borgarstjórnarfundur og stóð hann fram undir klukkan 18.00 - bókun okkar sjálfstæðismanna í borgarráði varð kveikja að umræðum um háa húsaleigu og lóðaskort. Þá ræddum við um framtíð Vatnsmýrarinnar og ráðagerðir R-listans um skipulagsslys á Norðlingaholti.