12.9.2002 0:00

Fimmtudagur 12.9.2002

Um hádegisbilið hélt farskólinn í ferðalag í Skaftafell undir góðri leiðsögn. Við snæddum hádegisverð í Smyrlabjörgum, stöðvuðum við Hala, fengum leiðsögn um þjóðgarðinn í Skaftafelli og skoðuðum kirkjuna að Hofi. Um kvöldið var hátíðarkvöldverður í boði bæjarstjórnar Hornafjarðar og þar kom það í minn hlut að afhenda Lýði Pálssyni, forstöðumanni Byggðasafns Árnessýslu, safnaverðlaunin árið 2002.