15.8.2002 0:00

Fimmtudagur 15.8.2002

Við fórum af stað til Stykkishólms snemma morguns en klukkan 09.30 hófst þar fundur þingflokks sjálfstæðismanna með kynnisferð í Grundarfjörð og í Snæfellsbæ, en í öllum þessum sveitarfélögum á Snæfellsnesi hafa sjálfstæðismenn forystu í sveitarstjórnarmálum. Raunar fengum við hæsta hlutfall í kosningunum í vor í Snæfellsbæ um 61%. Var ánægjulegt að kynnast krafti og bjartsýni foruystumanna byggðarlaganna.